Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal miðvikudaginn 28. febrúar.
Guðmundur Torfason var á fundinum kosinn formaður knattspyrnudeildar. Við Fram-arar þekkjum Guðmund auðvitað vel; í stuttu máli er einfaldast að kalla hann goðsögn innan félagsins. Hann átti frábæran feril í bláu treyjunni sem leikmaður, deilir m.a. markameti efstu deildar og tók seinna við liðinu sem þjálfari líka. Það er því alvöru reynslubolti að taka við starfinu og það verður að teljast mikill fengur fyrir félagið. Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með kjörið.
Agnari Þór Hilmarssyni, fráfarandi formanni knattspyrnudeildar þökkum við að sjálsögðu kærlega fyrir góð störf í þágu deildarinnar undanfarin ár.
Stjórn knattspyrnudeildar er því skipuð eftirfarandi:
Guðmundur Torfason – formaður
Axel Arnar Finnbjörnsson – varaformaður
Daníel Arnar Magnússon – gjaldkeri
Kristinn Bjarnason – ritari
Alexander Þórsson – meðstjórnandi
Daði Arnarsson – meðstjórnandi
Elín Þóra Böðvarsdóttir – meðstjórnandi
Hrafn Garðarsson – meðstjórnandi
Sigurður Hrannar Björnsson – meðstjórnandi
Þorgrímur Haraldsson – meðstjórnandi