fbpx
Gríptu kemur út 13. mars (13)

Systur skrifa undir

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við tvo af yngri og efnilegri leikmönnum sínum.  En það eru systurnar Íris Anna Gísladóttir og Sara Rún Gísladóttir.

Íris Anna er fædd 2004 og verður því tvítug á þessu ári.  Hún er mjög fjölhæfur leikmaður sem leikur almennt í vinstra horni en getur leyst af fleiri stöður, eins og miðjustöðuna og hægra horn og hefur gert í leikjum U liðs Fram.

Hún hefur verið í leikmannahóp í vetur í 15 leikjum af 19 leikjum í OLÍS deildinni og skorað þar 7 mörk.  Einnig hefur hún verið einn aðalleikmaðurinn í Grill deildinni með U liði Fram og skorað þar 60 mörk.

Sara Rún er fædd 2006 og verður því átján ára á þessu ári.  Hún leikur í stöðu leikstjórnanda og vinstri skyttu.

Hún hefur verið í leikmannahóp í vetur í 3 leikjum í OLÍS deildinni.  Hún hefur einnig verið í stóru hlutverki með U liði Fram í Grill deildinni ásamt því að leika með 3ja flokki Fram.  Með U liði Fram hefur hún leikið 16 leiki og skorað þar ein 64 mörk.  Með þriðja flokki hefur hún spilað alla 10 leikina sem búnir eru og skorað þar 92 mörk.

Það er Handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að hafa tryggt sér krafta systranna til næstu tveggja ára.  Handknattleiksdeild Fram sér þær sem hluta af framtíðarleikmönnum félagsins og munu halda áfram að bæta sig og þroskast sem leikmenn.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!