Knattspyrnufélagið Fram býður Asmir Begovic, David Smalley og Amir Begovic – þjálfara Asmir Begovic goalkeeping academy – hjartanlega velkomna á Lambhagavöll FRAM í Úlfarsárdal 8. til 9. júní.
David Smalley er núverandi markmannsþjálfari Aldershot Town. Hann er með UEFA A markmannsþjálfaragráðu og spilaði áður sem atvinnumaður hjá Reading og Yeovil Town. Smalley hefur gegnt sambærilegri stöðu hjá Hampton og Richmond Borough, ásamt því að hafa þjálfað hjá kvennaliði og akademíu Chelsea. Hann er aðalmarkmannsþjálfari í Markmannsakademíu Asmir Begovic.
Asmir Begovic er óþarfi að kynna en hann ver nú markið hjá QPR og hefur spilað með Chelsea, AC Milan, Everton, Stoke City, Portsmouth og fleiri stórliðum.
Í þjálfarateyminu verður einnig Amir Begovic, faðir Asmir. Hann býr yfir mikilli reynslu við þjálfun bæði yngri flokka og meistaraflokka og stýrir Asmir Begovic goalkeeping Academy í Þýskalandi. Amir hefur þjálfað markmenn á borð við Asmir Begovic, Luka Nujic, Denis Begovic og Daniel Klein.
Skráning á námskeiðið er á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/fram/fotbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mjc4MTg=