Birna Kristín Eiríksdóttir hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna að láni frá Fylki. Hún mun því taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Birna er 23 ára miðjumaður sem er uppalin hjá Fylki og hefur spilað með þeim alla tíð, utan eins tímabils með Haukum. Hún er sókndjarfur miðjumaður með góða boltatækni og mikið auga fyrir spili. Birna á 60 meistaraflokksleik að baki og hefur skorað í þeim 7 mörk.
Birna er mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök og á vafalaust eftir að gegna stóru hlutverki í sumar. Við viljum þakka Fylki sérstaklega fyrir lánið og fagleg og góð vinnubrögð við afgreiðslu þess.
Velkomin Birna!