fbpx
BestadeildinSamningurBanner_Fjórir

Fjórir uppaldir Framarar framlengja til 2026

Kæru Framarar, við höldum áfram að færa ykkur frábærar fréttir af útskriftarnemum La Framasia.

Þessa vikuna voru hvorki meira né minna en fjórir uppaldir leikmenn sem skrifuðu undir samning við knattspyrnudeild Fram út árið 2026. Þetta voru þeir Már Ægisson, Sigfús Árni Guðmundsson, Egill Otti Vilhjálmsson og Mikael Trausti Viðarsson.

Við erum gífurlega stolt og lánsöm að geta sótt leikmenn í okkar eigin innviði, og er þetta enn og aftur stórt merki um það frábæra starf sem unnið er í yngri flokkum Fram.

Við hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi framþróun þessara drengja og óskum þeim góðs gengis innan sem utan vallar á komandi tímabilum!
Áfram FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!