fbpx
bik1 - Copy

Bikarmeistarar félagsliða

Síðasta mótið í bikarmótaröð Taekwondo sambands Íslands fór fram nú um helgina. Taekwondodeild Fram hefur átt öflugt lið á öllum mótum vetrarins í tækni og hafði forystu í stigakeppni félagsliða fyrir mótið.

Gjaldgengir keppendur á bikarmótum eru allir iðkendur með a.m.k hvítt belti með gulri rönd. Til stiga telja svo A og B flokkar eða svört og rauð belti. Nokkur lægri belti kepptu einnig fyrir félagið að vanda og stóðu sig almennt vel.

Hörðust var keppni í B flokkum unglinga og átti Fram þar tvo efnilega keppendur. Nojus Gedvilas hafnaði í 4. sæti í flokki drengja 12 – 14 ára, hársbreidd frá verðlaunasæti. Lilja Jóhanna Birgisdóttir gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði fjölmennan stúlkna flokkinn þrátt fyrir að vera aðeins á sínu fyrsta ári í flokknum. Saman tóku þau svo  2. sætið og silfurverðlaun í keppni para.

Sveinbjörn Sævar Sigurðarson og Eva Þóra Hauksdóttir sigruðu í B flokkum fullorðinna, Hulda Dagmar Magnúsdóttir í A flokki -50 og þau Rúdolf Rúnarsson og Guðrún Nína Petersen  í A flokkum -60.

Þau Jenný María Jóhannsdóttir
og Bjarki Kjartansson kepptu í A flokkum 18 – 30 ára þar sem þau sigruðu bæði sína flokka. Bjarki náði einnig þeim magnaða árangri að vera með næst hæstu einkunn mótsins og var hann hársbreidd frá því að vera maður mótsins.

Deildin rakaði inn stigum, var stigahæsta félagið á mótinu og tryggði sér því titilinn  „Bikarmeistarar félagsliða“ í fyrsta sinn.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!