Haraldur Einar Ásgrímsson er kominn aftur heim eftir dvöl í Hafnafirðinum!!
Halli ætti að vera öllum stuðningsmönnum Fram vel kunnugur. Við fengum að fylgjast með Halla vaxa og dafna í lykilhlutverki í varnarlínu okkar í liðinu sem tapaði ekki leik í Lengjudeildinni 2021.
Þrátt fyrir ekki háan aldur þá er Halli nú þegar búinn að leika 178 meistaraflokksleiki og hefur hann náð að pota inn 4 mörkum.
Fram bindur miklar vonir við Halla og teljum við þetta vera gríðarleg styrkingu fyrir strákana.
Nú hvetjum við einnig ykkur kæru stuðningsmenn til að blása enn betur í lúðrana og styðja þétt við bakið á okkar strákum í næstu leikjum. Þið getið gert gæfumuninn og sungið og trallað jafnvel einu eða tveimur mörkum innfyrir línuna hjá andstæðingnum.
Áfram FRAM