fbpx
Eva Stefánsdóttir

Eva Stefánsdóttir til liðs við Fram

Eva Stefánsdóttir hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna að láni frá Val og mun því spila með liðinu út tímabilið í Lengjudeildinni.

Eva er teknískur kantmaður sem getur leyst allar stöðurnar í sóknarlínunni. Hún hefur verið iðinn við kolann við markaskorun í gegnum tíðina og er frábær karakter sem smellpassar í hópinn.

Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, er sáttur:

“það er mikil ánægja innan þjálfarateymisins að fá Evu að láni frá Val. Eva er mjög efnilegur soknarmaður sem á eftir að hjálpa liðinu mikið í komandi baráttu fyrir sumarið. Hún er strax byrjuð að láta til sín taka á æfingasvæðinu og fellur strax virkilega vel inn í okkar hóp.”

Við þökkum Val kærlega fyrir fagleg og góð vinnubrögð varðandi lánið.

Velkomin Eva!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!