fbpx
Eva Stefánsdóttir

Eva Stefánsdóttir til liðs við Fram

Eva Stefánsdóttir hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna að láni frá Val og mun því spila með liðinu út tímabilið í Lengjudeildinni.

Eva er teknískur kantmaður sem getur leyst allar stöðurnar í sóknarlínunni. Hún hefur verið iðinn við kolann við markaskorun í gegnum tíðina og er frábær karakter sem smellpassar í hópinn.

Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, er sáttur:

“það er mikil ánægja innan þjálfarateymisins að fá Evu að láni frá Val. Eva er mjög efnilegur soknarmaður sem á eftir að hjálpa liðinu mikið í komandi baráttu fyrir sumarið. Hún er strax byrjuð að láta til sín taka á æfingasvæðinu og fellur strax virkilega vel inn í okkar hóp.”

Við þökkum Val kærlega fyrir fagleg og góð vinnubrögð varðandi lánið.

Velkomin Eva!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!