Jóhanna Melkorka Þórsdóttir gengur til liðs við meistaraflokk kvenna að láni frá Stjörnunni.
Jóhanna Melkorka er okkur Frömurum að góðu kunn, þar sem hún spilaði hverja einustu mínútu með liðinu á síðasta tímabili í hjarta varnarinnar. Við getum varla beðið eftir að sjá Jóhönnu aftur í bláa búningnum og hlökkum mikið til að hafa hana hjá okkur í sumar.
Velkomin Jóhanna!