Þessar hressu og kátu stelpur tóku þátt í Selfossmótinu í handbolta um síðustu helgi. Fram sendi 7 lið til keppni tæplega 40 stelpur sem mættu í bláu á mótið.
Mótið tókst vel enda verið haldið árlega til fjölda ára, skemmtilegt mót þar sem liðin gista eina nótt á Selfossi, fara í sund og svo er kvöldvaka.
Liðunum okkar gekk vel en það sem skiptir öllu meira máli að stelpurnar skemmtu sér vel og fóru þreyttar og glaðar heim.
ÁFRAM FRAM