Erlendur Guðmundsson semur við Fram!
Erlendur Guðmundsson sem er 22 ára, hefur samið við Fram til næstu þriggja ára. Erlendur er öflugur línu- og varnarmaður sem mun styrkja Framliðið verulega næstu árin. Hann lærði handboltalistina hjá Val en spilaði með Víkingi í Olísdeildinni frá áramótum á þessu ári. Þar á undan spilaði hann með AGF Aarhus í Danmörku.
Einar Jónsson segir um Erlend; „Erlendur kom sterkur inn í Olísdeildina og sýndi styrk sinn með Víkingi svo tekið var eftir. Ég er viss um að Erlendur falli vel inn í hópinn og komi til með að styrkja lið Fram“.
Velkominn Erlendur