Knattspyrnufélagið Fram og Sjóvá skrifuðu undir nýjan þriggja ára samstarfssamning nú í vikunni.
Sjóvá hefur verið ötull stuðningsaðili Knattspyrnufélagsins Fram gegnum tíðina. Þannig hefur tryggingarfélagið aðstoðað Fram við að hámarka gæði og árangur í kjarnastarfsemi þess. Að sama skapi vonumst við eftir að stuðningsmenn og áhangendur Fram séu með tryggingamál sín á hreinu og tryggi hjá réttu fyrirtæki.
„Sjóvá hefur verið einn dyggasti stuðningsaðili Fram til margra ára, við erum þakklát fyrir þann stuðning og einstaklega ánægjulegt samstarf. Það er mikill meðbyr með félaginu, góð mæting á leiki og viðburði og markmið okkar er að gera enn betur. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Sjóvá á komandi árum.”
Ella Sigga Guðlaugsdóttir, formaður Knattspyrnufélagsins Fram
„Samstarf Sjóvá og Fram í gegnum árin hefur verið farsælt. Það hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með gangi mála eftir að Fram flutti í sína frábæru aðstöðu í Úlfarsárdal og sjá hvernig barna- og unglingastarf félagsins sem og almenn þáttaka íbúa hefur vaxið og dafnað ár frá ári.”
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá
Við hlökkum til þess að eiga í góðu samstarfi með Sjóvá næstu árin.