Eitt stærsta haustball ársins, Draumur í dal verður haldið í íþróttahúsi Fram, Lambhagahöllinni, laugardaginn 28. september 2024.
Með þessu er Knattspyrnufélagið Fram að svara kalli íbúa 113, foreldra iðkenda og stuðningsmanna Fram um að halda eitt stykki haustball en mikill áhugi hefur verið fyrir viðburðum á vegum félagsins á undanförnu.
Í miðasölu verða 600 miðar. Þorrablót, kvenna og karlakvöld félagsins undanfarin tvö ár hafa gefið góða mynd að eftirspurninni og hafa færri komist að en vilja. Því er mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst!
Dagskrá:
21.00 – Húsið opnar
DJ Hvatvís trekkir upp liðið ásamt því að tilboð verða á barnum til kl. 22.00
22.00-22.45 – Herbert Guðmundsson mætir á svið
Það eins sem við getum sagt er að þú ,,Cant walk away”
22.45-01.00 – Ragga Gísla, Matti Matt og Vignir ásamt bandi
Einn færasti gítarleikari landsins,Vignir sem áður var kenndur við Írafár hefur sett saman frábært band. Matti Matt mun skemmta gestum allt kvöldið ásamt því að sjálf drottningin Ragga Gísla mun koma fram og syngja sín bestu lög! Hver veit hvort við fáum leynigest?
Miðasala hefst 10. júní kl. 12.00 inn á Stubbur app
Verð: 6.990 kr.
*20 ára aldurstakmark er á ballið
*Bannað að taka með sitt eigið áfengi – leitað við inngang