Um síðastliðna helgi fór Rey Cup Vormót Þróttar fram í Laugardalnum, þar sem keppt var í yngstu flokkum bæði stráka og stelpna.
Fram sendi ekkert strákalið í þetta skiptið en sendi 5 lið í 7.flokki kvenna og 4. lið í 6.flokki kvenna. Yngri flokkurinn spilaði á laugardag en þær eldri á sunnudag.
7.flokki gekk frábærlega á laugardeginum þar sem öll lið í 7.flokki komust í úrslitaleik um bikar í sínum deildum. Það fór svo að Fram vann á endanum 2 bikara en þurftu að sætta sig við annað sætið í þremur deildum eftir alvöru háspennu leiki í úrslitum.
6.flokki gekk sömuleiðis vel þó engir bikarar hafi skilað sér í hús í þetta sinn. En mikið um flotta leiki þar sem okkar stelpur spiluðu glæsilegan fótbolta. Lið 1 fór t.d. taplaust í gegnum mótið en sat eftir á markatölu. Lið 3 tapaði í vítaspyrnukeppni í bikarúrslitum og lið 2 fór í undanúrslit í A liða keppni.
Heilt yfir virkilega vel heppnað mót þar sem veðrið var frábært, öll umgjörð til fyrirmyndar og mikið um frábæran fótbolta. Okkar stelpur voru til mikillar fyrirmyndar og skemmtu sér konunglega við að spila. Það er það sem skiptir á endanum mestu máli. Að læra og njóta.
Til hamingju með flott mót stelpur!
Myndir frá mótinu má finna hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-vormtrttar/