fbpx
Leikdagar Fram handbolti

Rakel Dögg og Arnar þjálfa meistaraflokk kvenna

Rakel Dögg Bragadóttir og Arnar Pétursson munu þjálfa meistaraflokk kvenna í handbolta næsta tímabil. Þau hafa bæði skrifað undir samning við Fram.

Rakel Dögg hefur síðastliðin tvö ár starfað sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram. Hún var áður þjálfari Stjörnunnar og á að baki farsælan handboltaferil, þar sem hún spilaði lengst af fyrir Stjörnuna auk þess að vera atvinnumaður í Danmörku og í Noregi. Rakel Dögg á að baki 102 landsleiki fyrir Ísland og var fyrirliði landsliðsins á EM í Danmörku og Noregi 2010. Þá hefur hún verið þjálfari yngri landsliða um árabil og mun meðal annars stýra U-18 liði kvenna á HM í Kína í ágúst nk.


Arnar Pétursson hefur sem kunnugt er verið þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta frá 2019 og mun sinna því starfi áfram.
Arnar á einnig að baki farsælan feril sem leikmaður og þjálfari. Hann ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði með yngri flokkum og síðar meistaraflokki ÍBV. Þá spilaði hann einnig með Stjörnunni, FH og Haukum. Að loknum leikmannaferli sínum þjálfaði Arnar meistaraflokk karla hjá ÍBV um átta ára skeið. Undir hans stjórn varð félagið deildarmeistari í 1. deild 2013 og Íslandsmeistari strax árið eftir, og síðar bikar-, deildar- og Íslandsmeistari 2018.


Stjórn handknattleiksdeildar Fram lýsir yfir mikilli ánægju með það að fá svo öflugt teymi við þjálfun kvennaliðs félagsins. Það er til marks um þann metnað sem Fram leggur í uppbyggingu og þróun handboltaliða félagsins, þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins eru í fremstu röð.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!