Hólmsheiðarhlaup Ultraform og Fram 2024 er haldið í þriðja skiptið á morgun og munu hátt í 850 keppendur hlaupa um Hólmsheiðina og eins Úlfarsfellið
Hlaupið er ræst 17:30/18:30 og 18:50 þar sem keppt og ræst er í 22 km / 10 km og 6 km.
Við hvetjum fólk til að hvetja keppendur í brautinni og eins er öllum velkomið að kíkja í startið (Kirkjustétt 2-6) jafnt sem markið (Fram völlurinn).
ATH: Við erum byrjuð að merkja brautinna og við biðjum til ykkar að leyfa merkingum að vera út fimmtudag/föstudag
Við lokum kafla af Úlfarsábraut í átt að Fram (sjá mynd) í stuttan tíma yfir hlaupið og biðjumst fyrirfram afsökunar á þeirri lokun fyrir íbúa á svæðinu, en auðvelt er að fara aðra leið/leiðir.
P.S. Þess má til gamans geta að þetta er stæðsta utanvegahlaup á höfuðborgarsvæðinu og var kosið utanvegahlaup ársins 2022 og 2023