Símamótið fór fram dagana 12.-14.júlí í Kópavogi.
Þetta árið reyndi veðrið sitt allra besta til að draga stemninguna niður með nákvæmlega engum árangri. Þrátt fyrir hellirigningu og glæpsamlega lágt hitastig nánast allt mótið voru stelpurnar í hörkustuði frá upphafi til enda. Mikið dansað, sungið og haft gaman á milli leikja og svo var ekki gefin tomma eftir í fótboltanum sjálfum.
Allt skipulag mótsins var auðvitað til algjörrar fyrirmyndar og allir sameinaðir í að haga sér vel og hafa gaman. Þátttakendur fjölmenntu á landsleik Íslands og Þýskalands þar sem vannst frábær sigur við gríðarlegan fögnuð stelpnanna. Auðvitað var kvöldvaka, bíóferð og allskonar skemmtun ti að gera helgina sem allra besta.
Fram sendi heil 15 lið til leiks úr 5. – 7. flokki kvenna og stóðu þau sig öll frábærlega á mótinu, innan sem utan vallar. Átta lið náðu að komast í undanúrslít í sínum deildum og eitt lið sigraði sína deild, lið Murielle Tiernan í 6.flokki. Nokkrir leikmenn úr meistaraflokki kvenna létu sjá sig og heilsuðu upp á sín lið og auðvitað var Gummi Magg, fyrirliði meistaraflokks karla mættur. Til fyrirmyndar.
Það var gama að sjá stelpurnar njóta sín við að spila fótbolta í rigningunni. Mörg glæsileg tilþrif, geggjuð mörk og mikill baráttuandi. Framtíðin er björt í íslenskum kvennafótbolta og Fram er stolt af að eiga svona margar glæsilegar fótboltastelpur innan sinna raða.
Við þökkum Símanum og Breiðabliki fyrir frábært mót og hlökkum mikið til að mæta á næsta ári.
TIl hamingju stelpur. Áfram FRAM!
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-smamti/
toggipop