Kæru Framarar,
Eftir góðar undirtektir og stuðning síðastliðin ár við “FRAMvegginn” er komið að uppsetningarári sex. Gegnum tíðina hafa margir einstaklingar og fyrirtæki lagt þessu málefni lið. Við fögnum því og erum stolt að eiga jafn dyggan og flottan hóp stuðningsaðila.
FRAM fjölskyldan er stór og fyrir komandi tímabil langar okkur að gera jafnvel og síðastliðin ár.
Við sendum öllum þeim sem hafa verið gegnum tíðina á Framveggnum kröfu. Vonum að allir taki vel í það. Ef þú vilt ómögulega vera með, ekki hika við að hafa samband og við leysum úr því.
Síðasti dagur til að skrá sig fyrir veturinn 2024-2025 verður 30. september.
Þú skráir þig á vegginn hér: https://k4qkuaga.forms.app/framveggurinn
Einnig er hægt að hafa samband við Togga á toggi@fram.is
Hvert nafn á nafnavegginn kostar 10.000 krónur
Hvert logo á fyrirtækjavegginn kostar 50.000 krónur
Gerum Fram heimilið hlýlegt fyrir komandi tímabil!