Knattpyrnudeild Fram er heiður að kynna til leiks nýjan leikmann í meistaraflokki karla fyrir lokaátökin í Bestu deildinni.
Gustav Dahl heitir leikmaðurinn og er tvítugur Dani. Hann kemur frá Vendsyssel FF í dönsku B-deildinni og á 9 leiki fyrir U-17 ára landslið Danmerkur.
Fram og Gustav Dahl gera með sér samning út yfirstandandi leiktíð með möguleika á áframhaldandi samstarfi næsta ár.
“Þetta er leikmaður sem okkur bauðst af umboðsmanni sem þekkir vel til í dönsku deildinni. Hann er ungur og alveg tilbúinn og mjög áhugasamur að koma. Hann er miðjumaður sem getur bæði spilað sexu og áttu og er tæknilega góður og mjög efnilegur leikmaður. Við erum fáliðaðir eins og staðan er núna eftir að Már fór og Tiago og Tryggvi eru meiddir og því er þetta frábært tækifæri fyrir okkur,” sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram um Gustav Dahl.
Knattspyrnudeild Fram óskar Dahl til hamingju með að vera kominn í Dal Draumanna.