fbpx
krutt

Taekwondo krútt – Krílatími fyrir 3-4 ára

Taekwondodeildin hefur í gegn um árin  fengið  talsverðar fyrirspurnir varðandi svo kallaða Krílatíma en ekki haft tök á að verða við því fyrr en nú. Deildin mun því bjóða upp á slíka tíma í vetur svo framarlega sem þátttaka verði næg.

 Tímarnir kallast „Taekwondo krútt“ og eru ætlaðir fyrir börn á aldrinum 3-4 ára og verða á laugardögum kl 9-9:50.

Fyrsta námskeiðið fer fram 7. september – 30. nóvember og er 12 skipti þar sem laugardagurinn í vetrarfríinu fellur niður.

Megin áherslan verður á þætti eins og liðleika, samhæfingu og aðra almenna hreyfifærni auk þess sem iðkendur kynnast  grunnþáttum Taekwondo í gegn um þrautir og leiki.

Jenný María Jóhannsdóttir sér um námskeiðið og henni til aðstoðar verður Bjarki Kjartansson.
Jenný er alvön börnum og hefur starfað undanfarin ár á leikskóla sem leggur áherslu á að vinna með heyrnalausum börnum. Jenný er bæði blíð og góð og afar vinsæl á meðal iðkenda á öllum aldri.
Hér er hægt að fræðast ögn meira um þau Jennýu og Bjarka.

Námskeiðið Taekwondo krútt hefst laugardaginn 7. September og kostar 16.500 krónur fyrir 12 skipti.
Athugið að skráningum lokar fimmtudaginn 5. September og ekki er tekið við iðkendum eftir að námskeiðið hefst.

Skráningar fara fram hér.
                                                                                              Sjáumst í Taekwondo.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!