Við erum einstaklega stolt að tilkynna að Kennie Chopart hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026.
Kennie, sem hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins er ómetanlegur liðsstyrkur og hefur leikið lykilhlutverk í liði Fram á tímabilinu.
Kennie er mikill sigurvegari og hefur sannað sig sem leiðtogi bæði innan sem utan vallar, og framlenging samnings hans undirstrikar metnað félagsins til að viðhalda sterkum og reynslumiklum leikmannahópi.
Við hlökkum til að fylgjast með honum halda áfram að heilla stuðningsmenn okkar með yfirveguðum leikstíl sínum.