Nú býður Taekwondodeild Fram leikskólabörn velkomin í Taekwondo.
Krílatímar á laugardögum eru ætlaðir þeim yngstu en „Taekwondo Sprell“ fyrir þau eldri.
Taekwondo Sprell eru skemmtilegir Taekwondo tímar fyrir hressa krakka á aldrinum 5-7 ára. Megin áherslan er á undirúningsæfingar og almenna hreyfifærni á borð við samhæfingu, jafnvægi, styrk og liðleika í bland við grunnþætti Taekwondo. Iðkendur læra helstu hefðir og siði í þessari fornu bardagalist og fá tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í keppni.
Markmiðið er að sem flestir fái að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt á eigin forsendum í gegn um þrautir og leiki þar sem gleðin er í fyrirrúmi.
Þjálfarar hópsins eru þau Bjarki Kjartansson og Jenný María Jóhannsdóttir sem bæði hafa þjálfað hjá deildinni um nokkurt skeið og eru afar vinsæl hjá ungu iðkendunum auk þess að vera frábærar fyrirmyndir.
Æfingar hefjast 3. september og eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 16 – 16:50. Hægt er að mæta í prufutíma 3. og 5. september svo framarlega að enn verði laus pláss þar sem takmörkuð pláss eru í hópinn.
Æfingagjöld eru kr 40.000 fyrir önnina en kr 75.000 sé greitt fyrir allan veturinn.
Skráningar fara fram hér á Abler.