Kæru Framarar við deilum hér með ykkur frábærum fréttum, okkar einu sanni Fred hefur kvittað undir samning sem gildir út árið 2026.
Fred sem heitir fullu nafni Frederico Bello Saraiva, gekk til liðs við Fram árið 2018 og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá öllum Frömurum frá því hann fór fyrst í bláu treyjuna. Því eru það frábærar fréttir að við njótum þess að hafa hann í okkar herbúðum að minnsta tvö ár í viðbót. Fred er búinn að spila 184 leiki fyrir Fram og skora í þeim 52 mörk og vitum við öll að hann á mikið meira af þeim inni.
Á meðan við höfum athygli ykkar hér að þá er vert að minnast á leikinn hjá strákunum á morgun. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir þá til að reyna enda í efri 6! Við hvetjum ykkur til að gera ykkur ferð upp í hlýjuna í Kórnum og fylgjast þar meðal annars með Fred sýna listir sínar.