fbpx
Skokkhópur Fram haust 2024 vefur

Skokkhópur Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal, æfingar í fullum gangi.

Skokkhópur Fram hefur starfað óslitið frá árinu 2009 og eru æfingar frá íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal.
Alls eru fjórar æfingar í viku, þ.a. tvær með þjálfara (mánudögum 18:30 og fimmtudögum 18:00) og yfir veturinn hefjast þær með upphitun inni í íþróttasal.
Tvær æfingar eru án þjálfara (miðvikudögum 18:00 og laugardögum 9:00).
Oftast er miðað við að hafa laugardagsæfingar lengri en aðrar æfingar og hafa tilbreytingu s.s. hvað varðar hlaupaleiðir. 

Auk hefðbundinna hlaupaæfinga eru ýmsir viðburðir hjá hópnum s.s. nokkurra daga hreyfiferðir út á land (Snæfellsnes sumarið 2024) og í september 2023 tók hópur Framskokkarar þátt í hálfmaraþoni í Kaupmannahöfn (sjá mynd). 

Æfingar eru við allra hæfi og allir sem áhuga hafa eru velkomnir bæði vanir og óvanir. 
Kveðja Ásdís Guðnadóttir 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!