Knattspyrnufélagið Fram kynnir með mikilli ánægju að við höfum gengið frá samningum við sóknarmanninn Róbert Hauksson.
Róbert, sem er fæddur árið 2001, er gríðarlega spennandi leikmaður sem hefur nú þegar spilað 127 meistaraflokksleiki og skorað 32 mörk. Hann kemur til okkar frá Leikni Reykjavík og hefur samið við Fram til tveggja ára.
Við hlökkum mikið til að sjá hann í bláu treyjunni og taka þátt í uppbyggingu karlaliðsins!