Taekwondodeildin hefur í þó nokkurn tíma íhugað að nýta sér ketilbjöllur við þjálfun eldri iðkenda deildarinnar en ekki orðið af því þar sem það hefur aðeins vantað upp á þekkinu þjálfaranna á þessu sviði.
Til að bæta úr þessu fengum við því til okkar viðurkenndan ketilbjölluþjálfara, hana Berglindi hjá Lifandi líf, til að kenna þjálfurunum handtökin. Það var tekin góð syrpa af grunn æfingum sem þjálfa flesta vöðva líkamans og keyra upp púlsinn.
Æfingarnar hittu í mark og kostuðu harðsperrur og stífleika í marga daga á eftir.
það er alveg ljóst að ketilbjöllurnar eru komnar til að vera.
Berglindhefur hefur alhliða þjálfaramenntun frá National Academy of Sports Medicine í Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár verið deildinni innan handar með allt mögulegt er varðar þjálfun.
Við þökkum henni kærlega fyrir komuna.
Stjórnin