Kæru Framarar.
Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Þorri Stefán Þorbjörnsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fram.
Þorri hefur heldur betur stimplað sig vel inn í sumar og fangað hug og hjörtu allra Framara, og hlökkum við til að sjá hann vaxa og dafna enn frekar á næstu árum í bláu treyjunni.