Þorrablót 113 – UPPSELT á 1 mínútu!
Kæru íbúar 113, Framarar og aðrir áhugasamir þátttakendur í þorrablóti 113 2025.
Við viljum byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir sýndan áhuga á að mæta á þorrablót 113. Vegna mikillar eftirspurnar var því miður uppselt fljótlega eftir að póstsendingar hófust. Nefndin sá strax í hvað stefndi þegar pósthólfið fór að fyllast 10.00 í morgun. Þannig komumst við því miður ekki lengra en að afgreiða pantanir sem komu inn í pósthólfið okkar kl. 10.00 og helminginn af þeim sem kom kl. 10.01.
Það gleður okkur að sjá hversu mikinn áhuga þorrablót 113 hefur fengið og getum við með sanni sagt að þetta verður stærsta og flottasta þorrablót sem haldið hefur verið hér upp í Úlfarsárdal. Að sama skapi eru margir vinahópar sem sitja uppi með sárt ennið í þetta skiptið. Við minnum samt sem áður á að miðasala á sjálft ballið fer bráðlega af stað. Því er ekki öll nótt úti enn fyrir miðalausa einstaklinga.
Fyrir þá sem vilja fara á biðlista, biðjum við ykkur vinsamlegast um að senda annan póst á vidburdir@fram.is
Með kærri kveðju,
Nefndin