Það gleður okkur að tilkynna að meistaraflokkur karla er að fá öfluga styrkingu í Sigurjóni Rúnarssyni.
Sigurjón er 24 ára miðvörður sem gengur til liðs við Fram frá Grindavík þar sem hann var fyrirliði. Hann hefur spilað 175 leiki í meistaraflokki á sínum ferli og þar af 28 leiki í efstu deild.
Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við Sigurjón og er ljóst að við erum að fá mikinn og sterkan karakter inn í liðið. Bjóðum hann hjartanlega velkominn í félagið okkar kæru Framarar!