Fram heldur sitt árlega herrakvöld föstudaginn, 8. nóvember í félagsheimili Fram. Þetta er kvöld sem enginn vill missa af. Frábær skemmtun og ljúffengur matur ásamt skemmtun.
Guðmundur B. Ólafsson mun stýra veislunni af sinni alkunnu snilld. Gestir fá einnig að njóta óborganlegs húmors frá einum fremsta skemmtikrafti landsins, Ara Eldjárn. Maturinn verður í höndum Lauga-ás. Happdrætti og hið vinsæla málverkauppboð á sínum stað. Því er von skemmtilegu kvöldi.
Í fyrra komust færri að en vildi. Tryggið ykkur því miða í tíma!
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00
Miða og borðapantanir á toggi@fram.is