fbpx
BestadeildinSamningurBanner_Mackenzie Smith

Mackenzie Smith FRAMlengir!

Bandaríski miðjumaðurinn Mackenzie Smith hefur framlengt samning sinn við Fram út tímabilið 2025.

Mackenzie kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og var það hennar fyrsta tímabil í atvinnumennsku eftir háskólanám í Tennessee, þar sem hún var fyrirliði.

Óhætt er að segja að Mackenzie hafi unnið hug og hjörtu Framara á síðasta tímabili, þar sem hún spilaði nánast hverja einustu mínútu á tímabilinu, var óþreytandi, gríðarlega vinnusöm og drífandi inni á vellinum. Hún var varafyrirliði og algjör lykilleikmaður í frábæru gengi liðsins.

Við fögnum því mikið að fá Mackenzie með okkur í Bestu deildina og erum sannfærð um að hún muni halda áfram að blómstra í bláu treyjunni.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!