Bandaríski miðjumaðurinn Mackenzie Smith hefur framlengt samning sinn við Fram út tímabilið 2025.
Mackenzie kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og var það hennar fyrsta tímabil í atvinnumennsku eftir háskólanám í Tennessee, þar sem hún var fyrirliði.
Óhætt er að segja að Mackenzie hafi unnið hug og hjörtu Framara á síðasta tímabili, þar sem hún spilaði nánast hverja einustu mínútu á tímabilinu, var óþreytandi, gríðarlega vinnusöm og drífandi inni á vellinum. Hún var varafyrirliði og algjör lykilleikmaður í frábæru gengi liðsins.
Við fögnum því mikið að fá Mackenzie með okkur í Bestu deildina og erum sannfærð um að hún muni halda áfram að blómstra í bláu treyjunni.