Leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir stúlkur á höfuðborgarsvæðinu. Æfingin fer fram miðvikudaginn 4. desember næstkomandi undir stjórn Margrétar Magnúsdóttur, þjálfara í Hæfileikamótun.
Fram á fjóra stórglæsilega fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Það eru þær Sólrún Ásta Finnlaugsdóttir, Kristín Hólmfríður Hauksdóttir, Eyrún Björg Benediktsdóttir og Rakel Dóra Bjarnadóttir sem allar eru í 4.flokki. Framtíðin er björt!
Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel!