Við höldum áfram að færa ykkur góðar fréttir. Í þetta sinn eru þær að Magnús Ingi hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.
Magnús Ingi er uppalinn leikmaður sem hefur spilað 147 leiki fyrir Fram og hefur hann vaxið og þroskast mikið síðustu tímabil. Við hlökkum til að fylgjast með honum vaxa enn frekar og koma sjálfum sér og félaginu enn hærra.
Magnús Ingi hefur skrifað undir tveggja ára samning og fáum við því að njóta hans í bláu treyjunni næstu tímabil.
Áfram Fram!