fbpx
Alda Best Best II

Íþróttamaður FRAM 2024 – Alda Ólafsdóttir

Alda Ólafsdóttir, knattspyrnukona í Fram var í dag valinn íþróttakona Fram 2024.

Alda lék 32 keppnisleiki fyrir Fram á árinu og skoraði 27 mörk að ótöldum fjölda stoðsendinga. Spilaði nánast hverja mínútu í sterkri Lengjudeild og var algjör lykilmanneskja í að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni næsta sumar.

Alda þjálfaði yngri flokka kvenna í sumar meðfram spilamennsku og var yngri stúlkum í félaginu mikil fyrirmynd. Frábær liðsfélagi, mikill leiðtogi og glæsilegur fulltrúi félagsins.

Knattspyrnufélagið Fram óskar Öldu innilega til hamingju.
Eins óskum við þeim sem voru tilnefndir til hamingju, sannarlega glæsilegur hópur sem við Framarar eigum. 

Myndir úr hófinu er hægt að finna hérhttps://frammyndir.123.is/photoalbums/298091/

Knattspyrnufélagið Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!