Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon landsliðsþjálfarar Íslands U-21 karla hafa valið leikmannahóp sem kemur saman til æfinga 2.-4. janúar 2025.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga fjóra leikmenn í þessu æfingahópi Íslands.
Þeir sem voru valdir frá Fram að þessu sinni eru:
Arnþór Sævarsson Fram
Breki Hrafn Árnason Fram
Eiður Rafn Valsson Fram
Reynir Þór Stefánsson Fram
Þetta þýðir að við Framarar eigum núna 25 leikmenn sem hafa verið valdir til æfinga með yngri landsliðum Íslands í þessar æfingalotu HSÍ auk þess sem Marel var valinn í landslið Íslands U-19.
Framtíðin er björt.
ÁFRAM FRAM