fbpx
Jón Erik sigur á móti 21. jan.

Jón Erik heldur áfram að gera það gott á Ítalíu

Jón Erik Sig­urðsson landsliðsmaður í alpa­grein­um, tók þátt í alþjóðleg­um ung­linga­mót­um í Folgaríu á Ítal­íu á þriðju­dag og miðviku­dag.

Á þriðju­dag keppti hann í svigi og hafnaði Jón Erik í öðru sæti eft­ir að hafa verið með tí­unda besta tím­ann eft­ir fyrri ferðina, en náði svo besta braut­ar­tím­an­um í seinni ferðinni.

Jón Erik keppti svo á tveim­ur stór­svigs­mót­um í gær og vann Jón Erik fyrra mótið, en hann var með besta tím­ann í báðum ferðum. Hann fékk 33.29 FIS-punkta fyr­ir mótið sem eru hans bestu stór­svig­spunkt­ar á ferl­in­um.

Á seinna mót­inu varð Jón Erik í öðru sæti og bætti FIS-punkt­ana sína lít­il­lega.

Jón Erik er því að koma mjög sterkur inn á fyrstu mótum ársins og það verður áfram áhugavegt að fylgjast með drengnum á næstu vikum og mánuðum.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!