fbpx
Fram25template-21 Telma St

Telma Steindórsdóttir framlengir til 2026!

Telma Steindórsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fram til ársins 2026.

Telma er uppalin hjá Val en hafði spilað með KR og HK áður en hún gekk til liðs við Fram. Hún hefur spilað stórt hlutverk með liðinu undanfarin tvö tímabil og var m.a. valin efnilegasti leikmaður liðsins eftir síðasta tímabil þar sem hún spilaði 12 leiki í deildinni og skoraði 3 mörk. Ekki amalegt fyrir 18 ára gamlan hafsent. Hún er þrátt fyrir ungan aldur komin með þónokkra reynslu í meistaraflokki og er lykilleikmaður í framþróun kvennaliðs Fram. 

Það er mikið fagnaðarefni að Telma taki slaginn með okkur áfram. Hún er sem stendur í námi í Bandaríkjunum og við hlökkum mikið til að fá hana aftur heim í vor. 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!