Það er með mikilli ánægju sem knattspyrnudeild Fram tilkynnir að Elaina LaMacchia hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna og spilar með liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Við Framarar þekkjum Elainu vel, þar sem hún spilaði með liðinu í Lengjudeildinni tímabilið 2023. Hún stóð sig frábærlega það sumar en valdi svo að fara til Aftureldingar síðasta sumar, þar sem hún var valin í lið ársins í Lengjudeildinni þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið áður en hún meiddist.
Við vitum að í Elainu erum við að fá úrvals markmann sem mun hjálpa okkur gríðarlega í Bestu deildinni.
Velkomin aftur Elaina!