Ómar Ingi Guðmundsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga dagana 11.-13. feb 2025. Fram á einn fulltrúa í hópnum að þessu sinni, en það er markvörðurinn Birnir Leó Arinbjarnarson sem er á yngra ári þriðja flokks.
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur sömuleiðis valið leikmenn til að taka þátt í æfingu og leik miðvikudaginn 12.febrúar og fimmtudaginn 13.febrúar 2025. Aftur á Fram einn fulltrúa í hópnum, Óskar Jökul Finnlaugsson sem er á eldra ári þriðja flokks.
Greinilegt að þriðji flokkurinn er að gefa þessa dagana og framtíðin er sannarlega björt.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!