Í gær fór fram svig karla á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu, þetta var jafnfram loka grein mótsins.
Jón Erik Sigurðsson úr Fram var einn þriggja sem kepptu fyrir hönd Íslands í þessari lokagrein.
Jón Erik með rásnúmer 46 átti fína ferð sem skilaði honum í 26. sæti eftir fyrri ferðina.
Jón Erik var svo með rásnúmer 5 í seinni ferðinni og nýtti sér það heldur betur og skíðaði mjög vel og var með 7. besta tímann og 22. sæti samanlagt.
Jón sagði í viðtali eftir mótið “Mér líður vel með svigið og sérstaklega ánægður með seinni og náði að sína að ég á heima með þeim efstu en við erum rétt að byrja”
Sannarlega glæsilegur árangur og einn sá allra besti sem íslendingur hefur nokkurn tíman náð á HM unglinga.
Það er svo að frétta af Jóni að hann er á leið á mót í Slóveníu, kemur svo heim til að keppa á mótum SKÍ hér á landi. Eftir það liggur leiðin til Val d´isere í Frakklandi þannig að tímabilinu hjá Jóni er hvergi nærri lokið.
Vel gert og til hamingju Jón Erik.