fbpx
Jordanmót Fram

Vel heppnað páskamót Fram og Jordan um helgina!

Laugardaginn 29 mars var Páskamót Fram og Jordan haldið í Egilshöll.

Alls voru u.þ.b. 640 iðkendur úr 7.flokki karla og kvenna mættir til leiks, víðsvegar að af landinu, og það er óhætt að segja að Egilshöllin var með allra líflegasta móti þennan Laugardaginn.

 
Við viljum þakka öllum iðkendum, þjálfurum og foreldrum sem mættu á mótið. Allir voru sínum félögum til mikils sóma og það var mikill heiður fyrir Fram að fá svona flott fótboltafólk til þáttöku í mótinu.

Við þökkum að sjálfsögðu líka öllum duglegu sjálfboðaliðunum sem lögðu hönd á plóg til að mótið gengi vel fyrir sig. 

Að lokum þökkum við Lindsay heildsölu sérstaklega fyrir að styrkja félagið og gera okkur kleift að halda svona frábæran viðburð fyrir yngri iðkendur félagsins.

Framtíðin er björt!

Nokkrar myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2025-pskamtfram/

📷 @toggipop 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!