fbpx
Ólína Ágústa

Ólína Ágústa Valdimarsdóttir semur við Fram!

Ólína Ágústa Valdimarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Fram og mun því leika með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Ólína Ágústa er okkur Frömurum að góðu kunn, þar sem hún spilaði með liðinu seinni hluta tímabilsins 2023 að láni frá Stjörnunni. Þá spilaði hún 6 leiki og skoraði 2 mörk og var mikilvægur hlekkur í árangrinum sem náðist það ár. Hún er sóknarsinnaður miðjumaður með mjög góða boltatækni, er klók og útsjónarsöm með frábæra sendingagetu. Hún hefur nú þegar spilað 2 æfingaleiki með liðinu og skorað 1 mark.

Við erum ákaflega ánægð með að fá Ólínu aftur í bláu treyjuna og hlökkum mikið til að sjá hana bæta sig enn frekar sem leikmaður í dal draumanna.

Velkomin Ólína!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!