fbpx
bikm - Copy

Taekwondodeildin varði titilinn – Bikarmeistarar félagsliða 2025

Taekwondodeild Fram var stofnuð árið 2005 og hefur því verið starfrækt í 20 ár á árinu. Deildin hefur nokkuð lengi stefnt á að landa titli á þessu 20 ára afmælisári og unnið markvisst að því að gera það að veruleika.
Titillinn kom þó aðeins of snemma þar sem deildin varð bikarmeistari í fyrra í fyrsta sinn.
Takmarkið á þessu tímabili var því að verja þennan titil.

Síðasta bikarmótið í bikarmótaröð Taewkondosambandsins fór svo fram á Selfossi um helgina. Keppt er í A, B og C flokkum en aðeins A og B flokkar teljast til stiga eða keppendur með rauð og svört belti.

Taekwondodeild Fram leiddi poomsae keppnina fyrir mótið með 17 stiga forystu á lið Aftureldingar sem var í öðru sæti. Deildin var staðráðin í að klára dæmið og mætti vel undirbúin til leiks með fullskipað lið sem fór á kostum og rakaði inn verðlaunum.

Í B flokki tóku Lilja Jóhanna Birgisdóttir og Sveinbjörn Sævar Sigurðarsson gull í öllum sínum greinum, keppni einstaklinga og para og hópakeppni með þeim Nojus Gedvillas og Arnari Brynjarssyni.

Í A flokki yfir 50 ára sigruðu Rúdolf Rúnarsson og Guðrún Nína Petersen í karla og kvennaflokki og Hulda Magnúsdóttir tók annað sætið. Bjarki Kjartansson hlaut þriðja sætið í sterkum senior flokki undir 30 ára og Jenný María Jóhannsdóttir rétt missti af verðlaunasæti í grjóthörðum kvennaflokki. Saman náðu þau Jenný og Bjarki svo fyrsta sætinu í keppni para auk þess að vinna til verðlauna í hópakeppninni.

Fram átti einnig nokkra unga og efnilega keppendur í C flokki sem allir stóðu sig vel að vanda og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Frammistaða deildarinnar á mótinu var hreint stórkostleg og skoraði deildin heil 60 stig og landaði bikarmeistara titlinum af miklu öryggi.

ÁFRAM FRAM !!!!!

Ljósmyndir 2, 3 og 5: Sveinn Speight fyrir Taekwondosamband Íslands.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!