fbpx
Hópurinn vefur

Lokahóf 3. – 4. fl. karla og kvenna í handbolta fór fram í vikunni.

Í vikunni fór fram lokahóf 3. og 4. flokks handknattleiksdeildar. Leikmönnum var boðið í veislusalinn okkar í Úlfarsárdal í hamborgara og desert. Samkvæmt venju var einnig tekin spurningakeppni milli borða og augljóst að keppnisskapið er ekki farið í sumarfrí.

Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur en öll geta þau verið stolt af liðnum vetri.

Síðan 2023 hafa verðlaunin “Framarinn” verið veitt til viðbótar við viðurkenningar í flokkum.

Framarinn er aðili sem er mikilvægur fyrir félagið. Sýnir af sér góða framkomu innan og utan vallar og er góð fyrirmynd. 

Í ár var það Bjartey Hanna Gísladóttir sem hlaut þau verðlaun.

Guðmundur Árni Sigfússon yfirþjálfari Fram og Bjartey Hanna Gísladóttir “Framari ársins”

Dagur Árni Sigurjónsson mestar framfarir, Kristófer Tómas Gíslason mikilvægasti leikurmaðurinn og Alex Unnar Hallgrímsson bestur í 3. fl.ka.  Þjálfarar flokksins eru Haraldur Þorvarðarson og Hallgrímur Jónasson. 

Dagur Freyr Sigríðar Elínarson mestar framfarir, Garpur Birgisson mikilvægasti leikmaðurinn, Alexander Bridde besur í 4. fl. ka. Þjálfarar flokksins eru Reynir Stefánsson og Einar Jónsson

Matthildur Bjarnadóttir mestu framfarir, Þóra Lind Guðmundsdóttir mikilvægasti leikmaðurinn, Sara Rún Gísladóttir best í 3. fl.kv. Vantar mynd af Þóru Lind. 
Þjálfari flokksins er Aron Örn Heimisson. 

Guðrún Eiríksdóttir mestu framfarir, Birna Ósk Styrmisdóttir mikilvægasti leikmaðurinn og Katla Kristín Hrafnkelsdóttir best í 4. fl.kv. 
Þjálfari flokksins er Guðmundir Árni Sigfússon. 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!