Lokahóf handknattleiksdeildar Fram fór fram á laugardaginn var við frábæra stemningu. Boðið var upp á mat frá Matstöðinni og skemmtu gestir sér konunglega. Farið var yfir tímabilið og verðlaun veitt þeim sem stóðu upp úr í vetur.
Verðlaunahafar vetrarins:
Fram karlar
🏆 Efnilegasti leikmaðurinn: Eiður Rafn Valsson
🏆 Besti leikmaðurinn: Dagur Fannar Möller
🏆 Mikilvægasti leikmaðurinn: Reynir Þór Stefánsson
Fram konur
🏆 Efnilegasti leikmaðurinn: Valgerður Arnalds
🏆 Besti leikmaðurinn: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín
🏆 Mikilvægustu leikmennirnir: Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir
FRAM U – kvenna
🏅 Haukur í horni: Elín Ása Bjarnadóttir
🏅 Besti leikmaðurinn: Sóldís Rós Ragnarsdóttir
FRAM U – karla
🏅 Haukur í horni: Garpur Gylfason
🏅 Besti leikmaðurinn: Arnþór Sævarsson
Sérstök viðurkenning
👏 200 leikir fyrir Fram: Arnar Snær Magnússon
Að auki afhenti Róbert F. Michelsen handknattleiksdeild Fram veglega ávísun að upphæð 1.000.000 króna fyrir frábært gengi í vetur. Gísli Valdórsson, formaður deildarinnar, tók við styrknum.
Við þökkum öllum leikmönnum, þjálfurum, stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt framlag í vetur
Áfram Fram!











