fbpx
2T6A7359-Enhanced-NR

Vel heppnað markmannsnámskeið

Helgina 31. maí til 1. júní fór fram markmannsnámskeið á Lambhagavelli á vegum Markmannsakademíu Asmir Begovic og Barna- og unglingaráðs Fram. Veðrið í Dalnum tók vel á móti gestum og 70 markmenn, víðsvegar að af landinu, bættu færni sína og þekkingu undir öruggri handleiðslu Asmir og þjálfarateymis hans. 

Þjálfararnir buðu uppá markvissar, vandaðar og krefjandi æfingar þar sem fagmennskan var í fyrirrúmi. Greinilegt var að það hvatti krakkana vel áfram og þau lögðu sig öll fram við að nýta námskeiðið til að bæta sig. 

Ekki var annað að sjá en markmenn framtíðarinnar færu sáttir heim að lokinni vel heppnaðri og lærdómsríkri helgi.

Myndir frá námskeiðinu má sjá hér: https://toggipopmyndir.pixieset.com/2025asmirbegovic/

Myndir tók Toggi Pop

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!