Harpa María Friðgeirsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning hjá Fram. Harpa María, sem verður 25 ára í ár, er uppalin hjá Fram og spilar stöðu vinstri hornamanns. Hún hefur spilað með öllum yngri flokkum félagsins og hóf að spila með meistaraflokki haustið 2017, þá aðeins 17 ára gömul.
Harpa María gekk til liðs við danska félagið TMS Ringsted síðastliðið haust samhliða því sem hún stundaði mastersnám í Danmörku. Hún lék þó tólf leiki með Fram á síðari hluta keppnistímabilsins. Þess má til gamans geta að Harpa María hefur einnig orðið Íslandsmeistari í alpagreinum skíðaíþrótta.
