fbpx
O

Kristinn Rúnar Jónsson nýr þjálfari Fram

OKnattspyrnudeild Fram gerði í kvöld tveggja ára samning við Kristinn Rúnar Jónsson um þjálfun meistaraflokks félagsins. Kristinn Rúnar er öllum hnútum kunnugur í Safamýrinni en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins frá upphafi með rúmlega 320 leiki í meistaraflokki auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Fram undanfarin ár. Hann var aðalþjálfari meistaraflokks Fram 2001-2003 og aðalþjálfari ÍBV árið 2000. Þá var Kristinn Rúnar aðstoðarmaður Ásgeirs Elíassonar hjá Fram 1996 og 1997 og Bjarna Jóhannssonar hjá ÍBV 1998 og 1999. Hann var yfirþjálfari Fjölnis 2004-2005 en undanfarin 7 ár hefur hann þjálfað U19 ára landslið Íslands.

Knattspyrnufélagið Fram fagnar ráðningu Kristins Rúnars og bindur miklar vonir við að hann nái að stýra knattspyrnuliði félagsins aftur í hóp þeirra bestu í íslenskum fótbolta.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!