Knattspyrnufélagið FRAM

Völlurinn í Úlfarsárdal að verða klár f. leikinn gegn HK á fimmtudag.

IMG_2590 IMG_2584Fyrsti heimaleikur meistaraflokks Fram á Íslandsmóti á framtíðarsvæði félagsins í Úlfarsárdal fer fram á fimmtudagskvöld þegar HK kemur í heimsókn. Þetta eru mikil tímamót enda hefur Fram spilað heimaleiki sína á Íslandsmótinu nær óslitið í Laugardal frá árinu 1960 (Melavöllurinn var stundum notaður fyrst á vorin meðan hans naut við).
Búið er að gera þær breytingar sem gera þurfti til þess að völlurinn standist kröfur. Búið er að setja upp stúku með um 350 sætum,  setja upp aðstöðu fyrir blaðamenn og sjónvarp,  stækka varamannaskýli, bæta við búningsklefum og setja upp klósett f. áhorfendur.
Að auki verður aðstaða í félagshúsi okkar „FRAMkotinu“ fyrir FRAMherja sem geta fengið kaffi í hálfleik.

Sjoppa verður í FRAMkotinu og þar verður hitað upp í grillinu f. leik og í hálfleik, hamborgarar, pizza osfv.

Bílastæði verða á svæðinu f. austan völlinn og þar á að vera nóg pláss f. alla. Athugið að ekið er niður á stæðið austan meginn við FRAMkotið.

Nú þurfum við að fjölmenna og hvetja okkar lið.  Gera Úlfarsárdalinn að sannkallaðri  „ÚLFAGRYFJU“.

Hvetjum alla FRAMara til að mæta og gera þennan leik sögulegan.

Sjáumst á fimmtudag í Úlfagryfjunni í Úlfarsárdal.

Á döfinni

Fös. 24. jan. kl. 21:00  FRAM – Víkingur
Reykjavíkurmót karla Egilshöll
Lau. 25. jan. kl. 14:00 FRAM – HK
Olísdeild kvenna FRAMhús
Sun. 26. jan. kl. 14:00 FRAM U – Stjarnan U
Grill 66 deild kvenna FRAMhús
Þri. 28. jan. kl. 19:30  Haukar – FRAM
Olísdeild karla Ásvellir
Fös. 31. jan. kl. 20:30 FRAM U –  Hörður
2. deild karla  FRAMhús
Lau. 1. feb. kl. 16:30  Haukar – FRAM
Olísdeild kvenna Ásvellir
Sun. 2. feb. kl. 16:00  FRAM – Fjölnir
Olísdeild karla FRAMhús
Sun. 2. feb. kl. 18:15 FRAM U – ÍBV U
Grill 66 deild kvenna FRAMhús
Mið. 5. feb. kl. 19:30 Þór U – FRAM U 
2. deild karla  Höllin Akureyri
Lau. 8. feb. kl. 14:30  KA/Þór – FRAM
Olísdeild kvenna Akureyri

Samstarfsaðilar