fbpx
Fram-Throttur6

Tap gegn BÍ/Bolungarvík í fyrsta deildarleiknum

Fram-Throttur6FRAM tapaði í dag fyrir BÍ/Bolungarvík 0-3 í fyrsta leik sínum í A-riðli 1.deildar kvenna í knattspyrnu, en leikið var á FRAMvellinum í Úlfarsárdal.  Gestirnir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og gerðu út um leikinn með þriðja markinu um miðbik síðari hálfleiks.

Anna Marzellíusardóttir skoraði bæði mörk BÍ/Bolungarvíkur í fyrri hálfleik, það fyrra á 24.mínútu og það síðara tólf mínútum síðar.  Talita Pereira skoraði þriðja mark gestanna á 61.mínútu og lokatölur 3-0 fyrir stúlkurnar að vestan.

Þetta var fyrsti leikur FRAM í deildinni og tveir af sex nýjum leikmönnum liðsins voru í byrjunarliðinu, þær Eyrún Rakel Agnarsdóttir og Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir, og sá þriðji, Rebekka Katrín Arnþórsdóttir, sat á bekknum.

BÍ/Bolungarvík hóf leik í deildinni sl. laugardag, tapaði þá fyrir ÍA 0-9 en nældi í dag í sín fyrstu stig.  Fylkir vann Tindastól á laugardag 2-0 og ÍA, Fylkir og BÍ/Bolungavík hafa því öll þrjú stig í efstu sætum deildarinnar.

Leikskýrslan.

1.deild kvenna – A-riðill.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!